Færsluflokkur: Dægurmál

Að lýðræðið njóti vafans.......?

Þetta kom upp í hugann þegar ég las frétt um að fulltrúar VG og Samfylkingar höfðu uppi athugasemdir varðandi tilnefningu Guðlaugs Sverris OR stjórnarformans sem varamans í borgarráð. Téðan Guðlaug valdi Óskar Bergsson sér sem meðreiðarsvein þar sem þeir væru um margt sammála og hefðu líkar áherslur að eigin sögn. Einnig var eftir honum haft að afsögn Marsibilar hafi gefið honum frjálsari hendur með val á samstarfsmanni.  Hélt ég að röðun á framboðslista réði mestu þar um en mannvalið á borgarstjórnarlista Framsóknarflokksins hefur víst rýrnað svo horfir til óefnis og eru þá góð ráð dýr. En eitthvað sáu fulltrúar minnihlutans í borgarráði því til foráttu að varamaður framsóknar í ráðinu væri valin af oddvita en röðun á framboðslista ekki látin ráða. Þó reglur kveði ótvírætt á um að aðalmaður í borgarráði skuli vera kjörinn borgarfulltrúi fundust engar reglur beinlínis þar að lútandi varðandi varamann. (Ekki finst mér nema sjálfsagt að sama gildi um varamann og aðalman hvað varðar hæfi til setu í ráðinu) En þar til botn fæst í málið hefði maður ætlað að framsóknarmenn hafi til að bera þá háttvísi að tefla ekki fram hinum umdeilda varamanni. En því var nú ekki að heilsa, heldur situr Guðlaugur borgarráðsfund við fyrsta tækifæri. Mér finnast þessi vinnubrögð ekki til að auka traust og tiltrú kjósenda á stjórnmálamönnum líkt og Borgarstjóri sagði vera eitt af mikilvægari verkefnum nýja meirihlutans í borginni. Veit annars einhver hvar þetta mál stendur, eða er að skapast sú vinnuregla innan borgarinnar að varamenn borgarráðs þurfi ekki að vera kjörnir fulltrúar eða næstu menn á lista viðkomandi framboðslista ? 


segið mér fáfróðum..........

Mann setti hljóðan við fréttaflutning um "skuldir þjóðarbúsins erlendis" Þegar betur var að gáð voru skuldir þessar að megin hluta skuldir "´Islensku bankanna".  Eiginfjár hlutfall þeirra komið í 11-12% af eignum og sífellt erfiðara fyrir þá að velta skuldaboltanum á undan sér vegna hækkandi vaxtaálags. En bíðum nú við. Þegar bankarnir skiluðu afkomutölum upp á stjarnfræðilegar hagnaðarupphæðir undanfarin misseri þá var skýrt skilið á milli, af þeirra talsmönnum, "umsvifa erlendis" sem skilaði öllum þessum hagnaði og svo "innlendrar bankastarfsemi" uppi á litla ´'Islandi sem var að sögn hálf gert hugsjóna og velgjörðarstarf en hafði lítið með téðan hagnað að gera. Nú þegar skuldir ber á góma virðast þessi skil með öllu horfin, skuldir bankana erlendis teljast með skuldum þjóðarbúsins og skuldlaus ríkissjóður og gjaldeyrisforði seðlabanka nefndir í sömu andrá og úrræði til að taka á þessum vanda "'Islendinga". Getur einhver fróður maður/kona skýrt út fyrir mér hvað skuldir Kaupthing luxemburg eða Landsbanki London hafa með stöðu ´'Islenska þjóðarbúsins að gera?

Kveðja,

Geir Guðjónsson


Siðareglukapphlaupið.....

'Eg verð að segja að það lítur einkennilega út þegar stjórnmálamaður (t.d. Hanna Birna ) setur hópi manna það verkefni að "skrá siðareglur fyrir stjórnmálamenn" Er hér um að ræða lagasetningu á vegum borgarinnar? Verður ákveðinn refsirammi vegna brots komi til þess ? Hefur þetta blessaða fólk ekki nóg að gera ? Það er nefnilega búið að skrásetja siðareglur sem meðal annars eru grundvöllur æskulýðsuppfræðslu hér í landi og ríkistrúar 'Islendinga þ.e. í Biblíunni.  Hengjum upp boðorðin 10 í sölum Alþingis og borgar/sveitastjórna, það ætti að nægja flestum að viðbættum landslögum. Eða þekkir Hanna Birna sitt heimafólk betur en svo að hún telji það nægja ???? Gerist eitthvað það sem veikir siðferðisvitund manna þá þeir veljast til opinberra embætta, umfram annað fólk sem ræðst til allmennra starfa á vinnumarkaði ? ´'Eg held að hér séu á ferð tilraunir aðila til að undirstrika eigið vammleysi, og bjóðast til að leiðbeina þeim sem ekki hafa yfir að ráða þeim siðferðilega styrk sem nauðsynlegur er til að komast hjá gildrum sem lagðar eru fyrir kjörna fulltrúa í formi kostaðra veiðiferða eða umdeilanlegrar en löglegrar sjálftöku í ´ymsum myndum. En samúð mína alla eiga þeir sem fara með annara fé alla daga, það er erfitt og vanþakklátt starf að mér skilst.

Kveðja,    

Geir Guðjónsson  


Græn orka, Skilgreiningar þörf ?

 

Sælt veri fólkið.  Mér datt í hug að ljá máls á einu atriði varðandi svo kallaða græna orku, sem menn þreytast ekki á að fullyrða að komi frá Jarðgufuvirkjunum, til að mynda Bitruvirkjun áætlaðri.  Við yfirlestur á matsskýrslu vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á sínum tíma rakst ég á nokkuð sem kom mér á óvart. Þar var fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar og kom þar fram að heldarlosun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum á Íslandi árið 2002 hafi numið 155þúsund tonnum Til að setja þetta í samhengi hafi heildarlosun á íslandi árið 2003 numið 3.500 þúsund tonnum. Athugið að þessar losunartölureru frá því áður en til kemur stækkun Hellisheiðarvirkjunar, Hverahlíðarvirkjun, Bitruvirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar og áætlanir um öflun orku fyrir Bakkaálver og væri því  gaman að vita hver heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er nú, frá orðnum og áætluðum jarðgufuvirkjunum. Þegar ég renndi yfir matsskýrslu vegna Bitruvirkjunnar sá ég á einum stað að  gert var ráð fyrir 36 þúsund tonna árslosun að því gefnu að allt brennisteinsvetni væri bundið í niðurrennslisvatn (ath. Þessi aðferð ,að aðskilja brennisteinsvetni er á tilraunastigi og hvergier notuð hér á landi enn sem komið er) en ekki getið um heildarlosun.  Síðan kom fram í matsskýrslunni eftirfarandi , sem mér þótti athygli vert en það er að losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum er undanþegin losunarbókhaldi fyrir Ísland. Einnig kom fram að losun frá Hellisheiðarvirkjun færi ekki yfir 11gr CO2/Kwst. Leikur mér nú forvitni á að vita hort þessi undanþága er enn í gildi, hvernig er hún rökstudd og í hvers umboði  er hún sett? Er hér um að ræða viðurkenda bókhaldsaðferð á heimsvísu, hvað  varðar losun gróðurhúsalofttegunda eða sér Íslenskt fyrirbæri , kanski Íslensk sérþekking fallin til útflutnings á sviði beislunar jarðvarma?  Ég hefi grun um að sú fullyrðing, að jarðgufuvirkjanir í núverandi mynd séu "grænar" og er meðal annars boðuð af ekki ómerkari mönnum en Forseta vorum, heims um ból, sé í það minnsta ekki hafin yfir gagnrýni og þarfnist nánari skoðunar.  Er landslýð ekki innrætt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú um mundir !!! 

Kv.     Geir Guðjónsson

PS. Það er að því ég best veit er um hverfandi losun gróðurhúsalofttegunda  að ræða, frá vatnsaflsvirkjunum þ.e.a.s. að loknum framkvæmdatíma, burt séð frá öðrum áhrifum,  svo sem uppistöðulónum og fatnsfallabreytingum.  Sást Listamannaelítunni yfir þetta atriði í herferðinni "Ísland örum skorið" sem blásið var til einhverntíman á Kárahnjúkatímabilinu og einhverjir muna að líkindum eftir ?

Kv. Geir Guðjónsson.


Um virkjanir, 'Alver og lífskjaraskilgreiningu........

Sælt veri fólkið. 'Eg hefi undanfaið fylgst með umræðu um fyrirhugaða virkjun í neðrihluta Þjórsár, meðal annars á ágætri síðu Láru Hönnu Einarsdóttur. Með þessa umræðu fer ,eins og svo oft gerist að  með-og mótmælendur taka sér stöðu og sendir síðan hvor hópur hinum skeyti, oft á tíðum færð í stílinn, sem síðan elur af sér orðhengilshátt sem í fara margir póstar á kostnað málefnalegrar umræðu. Ég tel mig hvorki til stóriðjusinna né andstæðinga virkjana. Ég er einungis hluti af þessari þjóð, og sem slíkur veg og met þá kosti sem sem í boði eru til að hafa lífsviðurværi í þessu landi og þá líka gallana sem þeim kostum fylgja. Það er búið að skera niður kvóta, við lifum ekki eingöngu af fjármálaþjónustu eins og undanfarið hefur komið í ljós og hvað er þá til ráða ? Þessa röksemdafærslu getur maður ímyndað sér að hafi verið notuð á ráðherra Samfylkingarinnar af samstarfsmönnum til að knýja fram þær gjörðir þeirra sem ég á  erfitt með að sjá að samrýmist þeirra flokks stefnumáli "Fagra Íslandi" og löggð var fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar . Svo fögur voru þau fyrirheit. Við erum í mótsögn við okkur sjálf þegar að þessum þætti kemur. Svo kallaðir stóriðju sinnar benda á þá kosti sem við höfum til að tryggja áframhald á þeim lífskjörum sem við höfum sett okkur og segja um leið , með nokkrum sanni  að mínu mati að þeirra andstæðingar bendi ekki á sannfærandi kosti til að tryggja þessi umtöluðu lífskjör.  Til að skýra mitt mál nefni ég dæmi. Margumræddir og fjölsóttir tónleikar Bjarkar og Sigurrósar gegn stóriðju og virkjunum í sumar. Þegar tekið var viðtal við tónleikahaldara í sjónvarpi mátti sjá í bakgrunn hvar verið var að reisa hljómleikasviðið, ogjú úr álstillönsum Og hve margar kílóvattstundir ætli hafi farið í að koma þessum tónleikum til skila ? Hver voru þá í raun skilaboð þessa fólks.....ég ætla að halda áfram að nota ál og rafmagn en ég vill ekki sjá neinar óæskilegar afleiðingar nálægt mér??? quote "Meðlimur Saveing Iceland meiddist á höfði er álstangir sem notaðar voru við mótmælin féllu á hann" (mbl.is) ????  Er álbræðslan kanski betur komin í mið-ameríku knúin raforku frá kolakynntu álveri ?? Nei auðvitað er það ekki hugsun þessa upplýsta og vel meinandi hóps sem að tónleikunum stóðu, heldur eins og kom fram í máli Einars Arnar að fá fólk til að hugsa málið í heild upp á nýtt!!! Er jafnvel málið að lækka aðeins standardinn ? Vitum við hvað þarf mikið ál í einn Prius, hjólhýsi, eðahvaðþaðnúalltheitirsemviðerumaðkaupaalladaga.... Ég ætla í lokin að koma her með einn þreyttan en sígildan frasa sem máske einhver mér fróðari hefir snúið á Íslensku,    THINK GLOBALY, ACT LOCALY. Samkvæmt nýjustu skýrslum lærðra, og Þórunn-umhverfis hefur kynnt landslýð er talað um hluti sem kalla á aðgerðir, aðgerðir sem krefjast þess að við hugsum hlutina í víðara samhengi og tökum fleiri þætti til skoðunar en lónhæðir eða óæskileg sjónræn umhverfisáhrif þó ég geri síður en svo lítið ur þeim þáttum. Þat eru bara fleiri breytur í jöfnunni.   Fagra Ísland>Fagra Veröld ?

Með umhverfis kveðju...

Geir Guðjónsson


Umræða um Þjórsárvirkjanir ..... 215 athugasemdir, til hamingju Lára !!

 

þetta verður að teljast góður árangur á ekki lengri tíma. Það er samt einhvern vegin ekki ljóst hvar þetta mál stendur, Búðarhálsvirkjun komin á fullt skrið og Árni Finnsson hrósar sigri yfir Landsvirkjun og dregur þá ályktun að þeir hafi mætt þeirri andstöðu við neðrihluta Þórsár að hætt hafi verið við þau áform eða framkvæmdinni slegið á frest í það minnsta. Hljómar einhvern vegin ekki líklega þegar Landsvirkjun er annars vegar.

Kveðja,      Geir Guðjónsson.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband