segið mér fáfróðum..........

Mann setti hljóðan við fréttaflutning um "skuldir þjóðarbúsins erlendis" Þegar betur var að gáð voru skuldir þessar að megin hluta skuldir "´Islensku bankanna".  Eiginfjár hlutfall þeirra komið í 11-12% af eignum og sífellt erfiðara fyrir þá að velta skuldaboltanum á undan sér vegna hækkandi vaxtaálags. En bíðum nú við. Þegar bankarnir skiluðu afkomutölum upp á stjarnfræðilegar hagnaðarupphæðir undanfarin misseri þá var skýrt skilið á milli, af þeirra talsmönnum, "umsvifa erlendis" sem skilaði öllum þessum hagnaði og svo "innlendrar bankastarfsemi" uppi á litla ´'Islandi sem var að sögn hálf gert hugsjóna og velgjörðarstarf en hafði lítið með téðan hagnað að gera. Nú þegar skuldir ber á góma virðast þessi skil með öllu horfin, skuldir bankana erlendis teljast með skuldum þjóðarbúsins og skuldlaus ríkissjóður og gjaldeyrisforði seðlabanka nefndir í sömu andrá og úrræði til að taka á þessum vanda "'Islendinga". Getur einhver fróður maður/kona skýrt út fyrir mér hvað skuldir Kaupthing luxemburg eða Landsbanki London hafa með stöðu ´'Islenska þjóðarbúsins að gera?

Kveðja,

Geir Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband