Græn orka, Skilgreiningar þörf ?

 

Sælt veri fólkið.  Mér datt í hug að ljá máls á einu atriði varðandi svo kallaða græna orku, sem menn þreytast ekki á að fullyrða að komi frá Jarðgufuvirkjunum, til að mynda Bitruvirkjun áætlaðri.  Við yfirlestur á matsskýrslu vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á sínum tíma rakst ég á nokkuð sem kom mér á óvart. Þar var fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar og kom þar fram að heldarlosun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum á Íslandi árið 2002 hafi numið 155þúsund tonnum Til að setja þetta í samhengi hafi heildarlosun á íslandi árið 2003 numið 3.500 þúsund tonnum. Athugið að þessar losunartölureru frá því áður en til kemur stækkun Hellisheiðarvirkjunar, Hverahlíðarvirkjun, Bitruvirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar og áætlanir um öflun orku fyrir Bakkaálver og væri því  gaman að vita hver heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er nú, frá orðnum og áætluðum jarðgufuvirkjunum. Þegar ég renndi yfir matsskýrslu vegna Bitruvirkjunnar sá ég á einum stað að  gert var ráð fyrir 36 þúsund tonna árslosun að því gefnu að allt brennisteinsvetni væri bundið í niðurrennslisvatn (ath. Þessi aðferð ,að aðskilja brennisteinsvetni er á tilraunastigi og hvergier notuð hér á landi enn sem komið er) en ekki getið um heildarlosun.  Síðan kom fram í matsskýrslunni eftirfarandi , sem mér þótti athygli vert en það er að losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum er undanþegin losunarbókhaldi fyrir Ísland. Einnig kom fram að losun frá Hellisheiðarvirkjun færi ekki yfir 11gr CO2/Kwst. Leikur mér nú forvitni á að vita hort þessi undanþága er enn í gildi, hvernig er hún rökstudd og í hvers umboði  er hún sett? Er hér um að ræða viðurkenda bókhaldsaðferð á heimsvísu, hvað  varðar losun gróðurhúsalofttegunda eða sér Íslenskt fyrirbæri , kanski Íslensk sérþekking fallin til útflutnings á sviði beislunar jarðvarma?  Ég hefi grun um að sú fullyrðing, að jarðgufuvirkjanir í núverandi mynd séu "grænar" og er meðal annars boðuð af ekki ómerkari mönnum en Forseta vorum, heims um ból, sé í það minnsta ekki hafin yfir gagnrýni og þarfnist nánari skoðunar.  Er landslýð ekki innrætt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú um mundir !!! 

Kv.     Geir Guðjónsson

PS. Það er að því ég best veit er um hverfandi losun gróðurhúsalofttegunda  að ræða, frá vatnsaflsvirkjunum þ.e.a.s. að loknum framkvæmdatíma, burt séð frá öðrum áhrifum,  svo sem uppistöðulónum og fatnsfallabreytingum.  Sást Listamannaelítunni yfir þetta atriði í herferðinni "Ísland örum skorið" sem blásið var til einhverntíman á Kárahnjúkatímabilinu og einhverjir muna að líkindum eftir ?

Kv. Geir Guðjónsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband