Um virkjanir, 'Alver og lífskjaraskilgreiningu........

Sælt veri fólkið. 'Eg hefi undanfaið fylgst með umræðu um fyrirhugaða virkjun í neðrihluta Þjórsár, meðal annars á ágætri síðu Láru Hönnu Einarsdóttur. Með þessa umræðu fer ,eins og svo oft gerist að  með-og mótmælendur taka sér stöðu og sendir síðan hvor hópur hinum skeyti, oft á tíðum færð í stílinn, sem síðan elur af sér orðhengilshátt sem í fara margir póstar á kostnað málefnalegrar umræðu. Ég tel mig hvorki til stóriðjusinna né andstæðinga virkjana. Ég er einungis hluti af þessari þjóð, og sem slíkur veg og met þá kosti sem sem í boði eru til að hafa lífsviðurværi í þessu landi og þá líka gallana sem þeim kostum fylgja. Það er búið að skera niður kvóta, við lifum ekki eingöngu af fjármálaþjónustu eins og undanfarið hefur komið í ljós og hvað er þá til ráða ? Þessa röksemdafærslu getur maður ímyndað sér að hafi verið notuð á ráðherra Samfylkingarinnar af samstarfsmönnum til að knýja fram þær gjörðir þeirra sem ég á  erfitt með að sjá að samrýmist þeirra flokks stefnumáli "Fagra Íslandi" og löggð var fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar . Svo fögur voru þau fyrirheit. Við erum í mótsögn við okkur sjálf þegar að þessum þætti kemur. Svo kallaðir stóriðju sinnar benda á þá kosti sem við höfum til að tryggja áframhald á þeim lífskjörum sem við höfum sett okkur og segja um leið , með nokkrum sanni  að mínu mati að þeirra andstæðingar bendi ekki á sannfærandi kosti til að tryggja þessi umtöluðu lífskjör.  Til að skýra mitt mál nefni ég dæmi. Margumræddir og fjölsóttir tónleikar Bjarkar og Sigurrósar gegn stóriðju og virkjunum í sumar. Þegar tekið var viðtal við tónleikahaldara í sjónvarpi mátti sjá í bakgrunn hvar verið var að reisa hljómleikasviðið, ogjú úr álstillönsum Og hve margar kílóvattstundir ætli hafi farið í að koma þessum tónleikum til skila ? Hver voru þá í raun skilaboð þessa fólks.....ég ætla að halda áfram að nota ál og rafmagn en ég vill ekki sjá neinar óæskilegar afleiðingar nálægt mér??? quote "Meðlimur Saveing Iceland meiddist á höfði er álstangir sem notaðar voru við mótmælin féllu á hann" (mbl.is) ????  Er álbræðslan kanski betur komin í mið-ameríku knúin raforku frá kolakynntu álveri ?? Nei auðvitað er það ekki hugsun þessa upplýsta og vel meinandi hóps sem að tónleikunum stóðu, heldur eins og kom fram í máli Einars Arnar að fá fólk til að hugsa málið í heild upp á nýtt!!! Er jafnvel málið að lækka aðeins standardinn ? Vitum við hvað þarf mikið ál í einn Prius, hjólhýsi, eðahvaðþaðnúalltheitirsemviðerumaðkaupaalladaga.... Ég ætla í lokin að koma her með einn þreyttan en sígildan frasa sem máske einhver mér fróðari hefir snúið á Íslensku,    THINK GLOBALY, ACT LOCALY. Samkvæmt nýjustu skýrslum lærðra, og Þórunn-umhverfis hefur kynnt landslýð er talað um hluti sem kalla á aðgerðir, aðgerðir sem krefjast þess að við hugsum hlutina í víðara samhengi og tökum fleiri þætti til skoðunar en lónhæðir eða óæskileg sjónræn umhverfisáhrif þó ég geri síður en svo lítið ur þeim þáttum. Þat eru bara fleiri breytur í jöfnunni.   Fagra Ísland>Fagra Veröld ?

Með umhverfis kveðju...

Geir Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband